Fara í efni

Fakta Bygg AS sækir um lóðina að Vitaslóð 2 undir hótel.

Málsnúmer 201711054

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 22. fundur - 21.11.2017

Fakta Bygg AS óskar eftir að fá úthlutaðri byggingarlóð undir hótel við Vitaslóð skv. gildandi deiliskipulagi. Meðfylgjandi umsókn eru viðraðar uppbyggingarhugmyndir umsækjanda.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir viðræðum við umsækjanda og kynningu á hugmyndum að uppbyggingu lóðarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 23. fundur - 13.12.2017

Erindið var áður til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í nóvember og þá ákveðið að bjóða þeim tveimur aðilum sem sækjast eftir lóðinni að kynna sínar hugmyndir að nýtingu lóðarinnar. Fulltrúar beggja aðila kynntu sínar hugmyndir fyrir nefndinni fyrr í dag. Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar kynningarnar. Jónas vék af fundi við umfjöllun þessara tveggja erinda.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samið verði við Fakta Bygg um að lóðin að Vitaslóð 2 verði frátekin fyrir Fakta Bygg til loka apríl 2019 meðan fyrirtækið þróar sínar hugmyndir að uppbyggingu lóðarinnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 76. fundur - 19.12.2017

Á 23. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samið verði við Fakta Bygg um að lóðin að Vitaslóð 2 verði frátekin fyrir Fakta Bygg til loka apríl 2019 meðan fyrirtækið þróar sínar hugmyndir að uppbyggingu lóðarinnar.

Til máls tók: Sif.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.