Fara í efni

Smávirkjanakostir á starfssvæði AÞ

Málsnúmer 201711099

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 234. fundur - 17.11.2017

Erindi liggur fyrir frá framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga er varðar afstöðu sveitarfélagssins til frumúttektar á smávirkjanakostum á Eyþingssvæðinu af stærðargráðunni 50 kW til 10 MW. Markmið verkefnisins er að kanna möguleika á aukinni sjálfbærni í raforkunotkun með smávirkjunum. Vinna greinargerð sem gefur áhugasömum virkjanaaðilum yfirsýn yfir virkjanakosti á svæðinu. Verkið felst í að metnir verða 50-60 kostir og mun úttektin innihalda kortlagningu vatnsfalla skv. loftmyndakorti og áætlað vatnasvið. Helstu kennistærðir verða metnar, s.s. rennsli, fallhæð afl og framleiðsla og mat lagt á miðlunarmöguleika. Einnig verður horft til líklegra umhverfisáhrifa og mat lagt á tengingar við dreifikerfi.

Smávirkjanir eru allar virkjanir sem eru undir 10 MW og þurfa að jafnaði ekki í umhverfismat.

Meirihluti byggðarráðs styður að farið verði í frumúttekt á smávirkjunum og samþykkir verkefnið.


Óli Halldórsson lagði fram eftirfarandi bókun:

„Undirritaður setur fyrirvara við það að sveitarfélög og/eða þeirra samtök eða stofnanir þeirra séu að vinna undirbúningsvinnu af þessu tagi fyrir áhugasama virkjunaraðila. Undanfarið hafa einkafjárfestar verið að sækja á náttúruauðlindir til minni virkjana víða um land, sumar hverjar mjög umdeildar vegna umhverfisáhrifa. Þetta hefur verið bæði í landi í ríkis- og einkaeigu. Það er ekki hlutverk sveitarfélaga að hvetja sérstaklega til virkjunarfjárfestinga af þessu tagi. Eðlilegra er að gera frekar þá sjálfsögðu kröfu til ríkisrekinna orku- og raforkuflutningsfyrirtækja að fundnar verði viðunandi leiðir til að afhenda orku sem nýtist atvinnulífi um land allt.“