Fara í efni

Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið og annarra uppgræðslu verkefna í Norðurþingi á árinu 2017

Málsnúmer 201711100

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 235. fundur - 24.11.2017

Landgræðsla ríkisins fer vinsamlega á leit við Norðurþing að BGL (Bændur græða landið) og önnur uppgræðsluverkefni ársins 2017 verði styrkt að upphæð kr. 620.000.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að styrkja verkefnið um umbeðna fjárhæð, enda um að ræða verkefni sem unnið hefur verið að undanfarin ár og þegar gert ráð fyrir því innan fjárhagsramma framkvæmdanefndar. Lögð er áhersla á að öll verkefni af þessu tagi á árinu 2018 verði unnin í samræmi við umhverfisstefnu sem skipulags- og umhverfisnefnd er með í vinnslu um þessar mundir.