Fara í efni

Verksamningur á milli Orkuveitu Húsavíkur og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf.

Málsnúmer 201711157

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 172. fundur - 09.01.2018

Í lok síðasta árs var samið við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða um borun eftir vatni á lóð Grunnskólans á Raufarhöfn. Markmiðið var að bora 150 m djúpa holu í þeirri von að finna vatn í nýtanlegu magni og við nýtanlegt hitastig fyrir varmadælur við skóla, sundlaug og íþróttahús á staðnum. Í stuttu máli gekk verkið vonum framar og árangurinn var langt umfram væntingar. Boranir stóðu yfir í viku og niðurstaðan var sú að holan gefur væntingar um ca. 25 l/s af 7-10°C heitu vatni. Dæluprófanir eiga eftir að fara fram til þess að staðfesta niðurstöðuna.
Framkvæmdastjóri fór yfir borverkefnið á Raufarhöfn.