Fara í efni

Helgi Héðinsson óskar eftir leyfi til að nýta lóðina að Hafnarstétt 15 að fullu samkv. deiliskipulagi.

Málsnúmer 201712049

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 23. fundur - 13.12.2017

Með tölvupósti dags. 11. desember s.l. óska Kristín og Helga Guðrún Helgadætur, f.h. eiganda Helguskúrs á Hafnarstétt, eftir:

1) Umsögn Skipulags- og umhverfisnefndar um stöðu fasteignarinnar Helguskúrs í náinni framtíð.
2) Leyfi til að nýta lóðina að Hafnarstétt 15, að fullu samkvæmt stærð hennar í gildandi deiliskipulagi. Ætlunin er að nýta lóðina til suðurs undir merkt bílastæði fyrir gesti hússins.

Jafnframt kemur fram í erindi að fyrirhugaðar eru viðhaldsframkvæmdir á Helguskúr og umhverfi hússins sumarið 2018. Stefnt er á aukna menningar- og atvinnutengda starfsemi í húsinu.
Deiliskipulag á miðhafnarsvæði Húsavíkur hefur gengið út frá að Helguskúr víki allt frá árinu 1997. Með því nýja deiliskipulagi miðhafnarsvæðisins sem samþykkt var á vordögum var lóðin undir Helguskúr og Flókahúsi klofin í tvennt, Hafnarstétt 13 og Hafnarstétt 15. Nú er unnið að uppbyggingu Flókahúss til samræmis við ákvæði deiliskipulagsins. Helguskúr stendur nokkuð út fyrir lóðina að Hafnarstétt 15 og þrengir þannig að umferðarleið milli Helguskúrs og verbúðahúsi. Ekki er tímasett í deiliskipulagi hvenær Helguskúr þarf að víkja.

Sunnan Hafnarstéttar 15 er gert ráð fyrir svæði undir torgsölu. Það væri í mótsögn við deiliskipulagið að útbúa bílastæði sunnan Helguskúrs sem miðaði við aðkomu um torgsölusvæðið.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði stöðuleyfi fyrir Helguskúr til ársloka 2023 og jafnframt samþykkt afnot eiganda Helguskúrs að lóðinni að Hafnarstétt 15 þann sama tíma. Fyrir lok þessa tíma verði afstaða tekin til áframhaldandi stöðu hússins.

Sveitarstjórn Norðurþings - 76. fundur - 19.12.2017

Á 23. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Deiliskipulag á miðhafnarsvæði Húsavíkur hefur gengið út frá að Helguskúr víki allt frá árinu 1997. Með því nýja deiliskipulagi miðhafnarsvæðisins sem samþykkt var á vordögum var lóðin undir Helguskúr og Flókahúsi klofin í tvennt, Hafnarstétt 13 og Hafnarstétt 15. Nú er unnið að uppbyggingu Flókahúss til samræmis við ákvæði deiliskipulagsins. Helguskúr stendur nokkuð út fyrir lóðina að Hafnarstétt 15 og þrengir þannig að umferðarleið milli Helguskúrs og verbúðahúsi. Ekki er tímasett í deiliskipulagi hvenær Helguskúr þarf að víkja.

Sunnan Hafnarstéttar 15 er gert ráð fyrir svæði undir torgsölu. Það væri í mótsögn við deiliskipulagið að útbúa bílastæði sunnan Helguskúrs sem miðaði við aðkomu um torgsölusvæðið.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði stöðuleyfi fyrir Helguskúr til ársloka 2023 og jafnframt samþykkt afnot eiganda Helguskúrs að lóðinni að Hafnarstétt 15 þann sama tíma. Fyrir lok þessa tíma verði afstaða tekin til áframhaldandi stöðu hússins.
Til máls tók: Sif og Örlygur.


Sif leggur fram eftirfarandi viðbótar bókun:
Rétt er að árétta hér að horft er til þess að bráðabirgðaaðstaða Gentle Giants innan lóðarinnar vegna uppbyggingar Flókahúss fái að standa óáreitt til loka maí 2018 og frystigámur sem er á lóðinni þar til honum hefur verið fundinn annar staður.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar með áorðnum breytingum.