Fara í efni

Björgunarsveitin Garðar - Samningur 2018

Málsnúmer 201712056

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 246. fundur - 16.03.2018

Sveitarfélagið hefur átt í viðræðum við Björgunarsveitina Garðar um nýjan samning til þriggja ára sem miðar að því að styrkja rekstur hinnar öflugu sveitar sem staðið hefur vaktina hér í samfélaginu í áraraðir. Til umræðu í byggðarráði eru lögð fram drög að þessum samningi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi í samræmi við fyrirliggjandi drög og leggja fyrir Byggðarráð að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 251. fundur - 04.05.2018

Fyrir byggðarráði liggja drög að þriggja ára samningi við Björgunarsveitina Garðar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Björgunarsveitina Garðar.