Fara í efni

Vegagerðin sækir um framkvæmdarleyfi vegna námu norðan við Hólssel

Málsnúmer 201803131

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 27. fundur - 17.04.2018

Vegagerðin undirbýr nú efnistöku í námu norðan við Hólssel. Ítrekuð er ósk Vegagerðarinnar frá 2015 um að náman verði felld inn í aðalskipulag, ásamt öðrum námum sem tilgreindar voru í erindi frá 2015.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu aðalskipulags sem felist í því að færa tilgreindar námur inn í aðalskipulag Norðurþings.