Fara í efni

Aðgerðaáætlun um lúpínu í landi Húsavíkur, samstarfs-og tilraunaverkefni

Málsnúmer 201803142

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 27. fundur - 17.04.2018

Elke Christine Wald hefur fengið úthlutað styrk úr Minningarsjóði Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson til að vinna aðgerðaráætlun um lúpínu í landi Húsavíkur. Fyrirhugað er að útbúa aðgerðaráætlun þar sem grunnur verði lagður að því að verja mólendi í landi Húsavíkur gegn útbreiðslu alaskalúpínu með markvissum hætti. Hún marki þannig upphaf langtíma aðgerða sem byggja á mismunandi aðferðum og fylgt verði eftir með rannsóknum og vöktun.
Smári Lúðvíksson umhverfisstjóri Norðurþings mætti til fundarins og gerði grein fyrir málinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar þessu framtaki Elke. Nefndin fer fram á að samráð verði haft við umhverfisstjóra Norðurþings sem fulltrúa landeiganda.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 17. fundur - 04.12.2018

Elke Wald mætti til fundarins og kynnti greinargerð sína um aðgerðir gegn útbreiðslu lúpínu í landi Húsavíkur. Hún óskar eftir aðgangi að allt að 40 ha landi í Skjólbrekku til prufuverkefnis varðandi eyðingu lúpínu með sauðfjárbeit.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Elke fyrir skýrsluna. Á stórum svæðum sem Elke leggur til að beitt verði er ungskógur í uppvexti, þar af mikið af birki og reynivið sem þola illa sauðfjárbeit. Dæmin sýna að sauðfjárbeit er mun líklegri til að spilla fyrir öðrum gróðri en lúpínu og þá einkum og sérílagi trjágróðri. Allt það land sem Elke leggur til að verði beitt er land sem er samningsbundið Landgræðsluskógasvæði. Búið er að fjárfesta í landgræðslu og skógrækt á svæðinu fyrir verulegar fjárhæðir og umtalsverður árangur að nást.
Ráðið hafnar því erindinu.