Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir gistiheimili á Leitinu í Öxarfirði

Málsnúmer 201804108

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 27. fundur - 17.04.2018

Óskað er umsagnar um byggingaráform á lóð L226.606 úr landi Klifshaga 1 og hlotið hefur nafnið Leitið. Fyrir liggur nú skriflegt samþykki flestra nágranna.
Skipulags- og umhverfisnefnd minnir á að í ákvæðum aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 kemur fram að heimilt er að starfrækja gistihús með allt að 20 gistirýmum á landbúnaðarsvæðum. Ef ætlunin er að byggja upp stærri gistihús kallar það á skilgreiningu verslunar- og þjónustusvæðis í aðalskipulagi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 20. fundur - 15.01.2019

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir gistiheimili á áður stofnaðri lóð á Leitinu í Öxarfirði. Húsið er 1.681 m² að flatarmáli, á einni hæð að mestu, en 52 m² gestastofa er þó á efri hæð hússins. Teikningar eru unnar af Árna Gunnari Kristjánssyni hjá Verkræðistofunni Eflu.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.