Fara í efni

Bókun vegna uppgjörs á rekstri Leigufélagsins Hvamms

Málsnúmer 201804218

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 80. fundur - 24.04.2018

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá stjórn Leigufélagsins Hvamms ehf. um að Norðurþing lýsi því yfir að eigendur muni styðja við félagið a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár og þar með leggja grunn að forsendum reikningsskila félagsins sem miðast við áframhaldandi rekstur.
Til máls tók: Örlygur.

Örlygur lagði fram eftirfarandi bókun:

"Viðvarandi taprekstur hefur verið hjá Leigufélaginu Hvammi á liðnum árum og miðað við fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2018
verður áfram tap á rekstri þess. Samkvæmt fyrirliggjandi ársreikningi fyrir árið 2017 kemur fram í efnahagsreikningi félagins að eigið fé félagsins er neikvætt um 45,9 mkr., sem að mestu er tilkomið vegna virðisrýrnunar á fasteignum félagsins á árinu 2014. Eiginfjárhlutfall félagsins er neikvætt um 26,21% auk þess sem veltufjárhlutfall félagsins í árslok er einungis 0,24. Félagið reiðir sig því á stuðning frá eigendum sínum til að tryggja áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár (2018).

Þess er því óskað að eigendur félasins lýsi því yfir skriflega að þeir muni styðja við félagið a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár og þar með leggja grunn að forsendum reikningsskila félagsins sem miðast við áframhaldandi rekstur.

Stjórnendur félagsins munu á núverandi rekstrarári áfram leita leiða til þess að finna lausn á viðvarandi taprekstri félagsins"


Sveitarstjórn samþykkir að styðja við félagið a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár.