Fara í efni

Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2018-2019

Málsnúmer 201805042

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 25. fundur - 09.05.2018

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar skóladagatal Borgarhólsskóla skólaárið 2018-2019.
Skólastjóri kynnti hugmyndir um að lengja hvern skóladag um 11 mínútur og slíta skóla fyrr að vori í staðinn. Samtals yrði 4 af 10 nemendadögum dreift á skólaárið með þessum hætti. Í úrskurði Mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 2012 kemur fram að heimilt sé að víkja tímabundið frá lágmarks vikulegum kennslutíma en tryggja nemendum viðbótarkennslu sem nemur frávikinu innan sama skólaárs. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið með fyrirvara um samþykki skólaráðs.