Fara í efni

Skyldur sveitarstjórna samkvæmt jafnréttislögum.

Málsnúmer 201806005

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 255. fundur - 28.06.2018

Með bréfi frá 29. maí sl. vill Jafnréttisstofa minna sveitarstjórnir á ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem lúta að skyldum sveitarfélaga. Eftirfarandi ákvæði eiga sérstaklega við sveitarfélögin: 12. gr. laganna kveður á um að skipa skuli jafnréttisnefndir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan viðkomandi sveitarfélags. Skulu nefndirnar m.a. hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára sem leggja skal fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar. 15. gr. laganna kveður á um að þess skuli gætt við skipan í nefndir, ráð og stjórnir að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Að auki bera sveitarfélögin skyldur skv. lögunum sem atvinnurekendur og veitendur þjónustu.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út upplýsingaritið Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál og er þar að finna hagnýtar upplýsingar um hlutverk sveitarfélaga
http://www.samband.is/media/jafnrettismal/Jafnretti2.pdf

Jafnréttisstofa hefur eftirlit með framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2008010.html

Jafnréttisstofa bendir á að velkomið sé að leita til stofnunarinnar um leiðbeiningar og aðstoð. Hægt er að hafa samband í síma 460 6200 eða senda fyrirspurnir með tölvupósti í netfangið jafnretti@jafnretti.is

Athygli sveitarstjórna er vakin á því að haldnir eru samráðsfundir sveitarfélaga um jafnréttismál hvert haust. Næsti fundur verður í Mosfellsbæ 20. september.
Guðbjartur Ellert Jónsson vék af fundi kl. 8:50.

Sveitarstjórnarfulltrúar og framboð sem mynda sveitarstjórn í Norðurþingi 2018-2022 sammælast um að leggja mikla áherslu á að fylgja ákvæðum laga sem lúta að jafnrétti, þ.m.t. með skipan í nefndir og ráð sem og eftirfylgni jafnréttisáætlunar.
Byggðarráð vísar erindinu til frekari umræðu í sveitarstjórn að loknu sumarleyfi.

Fjölskylduráð - 14. fundur - 26.11.2018

Félagsmálastjóri gerir grein fyrir skyldum sveitarstjórna samkvæmt jafnréttislögum.
Formaður fjölskylduráðs kynnti fyrir ráðinu bréf frá Jafnréttisstofu sem vill minna sveitarstjórnir á ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem lúta að skyldum sveitarfélaga.