Fara í efni

Tilkynning um fasteignamat 2019

Málsnúmer 201808106

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 263. fundur - 06.09.2018

Fasteignamat allra fasteigna er endurmetið 31. maí ár hvert og skal það endurspegla gangverð miðað við síðastliðinn febrúarmánuð. Fyrir byggðarráði liggur til kynningar nýtt fasteignamat frá Þjóðskrá Íslands, sem tekur gildi þann 31. desember n.k.
Til upplýsinga fyrir íbúa sveitarfélagsins kemur fram í skýrslu frá Þjóðskrá Íslands að hækkun heildarfasteignamats á landinu öllu er 12,7%, á höfuðborgarsvæðinu hækkar það um 11,6%, á Norðurlandi eystra 9,5% og í Norðurþingi 19,7%.