Fara í efni

Áætlun um úrbætur í fráveitumálum 2018

Málsnúmer 201809004

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 181. fundur - 13.09.2018

Í fyrrahaust gaf Umhverfisstofnun út skýrslu með samantekt um stöðu fráveitumála í landinu fyrir árið 2014 sem byggir á upplýsingum frá heilbrigðisnefndum og er gerð skv. gr. 28 í reglugerð um fráveitur og skólp.
Í þeirri grein segir m.a. að Umhverfistofnun skuli leita eftir tillögum sveitarstjórna telji stofnunin, eftir að leitað hefur verið eftir áliti umsagnaraðila, að úrbóta sé þörf.
Umhverfisstofnun fer nú fram á slíkar upplýsingar frá Norðurþingi og þar sem farið er fram á að sveitarfélagið geri grein fyrir tillögum/áætlunum sínum um að koma frárennslismálum þéttbýla í það horf að þau uppfylli ákvæði reglugerðar um fráveitur og skólp.
Sjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf felur framkvæmdastjóra að svara erindi Umhverfisstofnunar á grundvelli skýrslu sem gerð hefur verið um framtíðarskipulag fráveitumála á Húsavík.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 183. fundur - 01.11.2018

Fyrir liggja drög að svörum við spurningum sem Umhverfisstofnun hefur kallað eftir vegna áætlunar um úrbætur í fráveitumálum í Norðurþingi 2018.
Svörin eru lögð fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf til samþykktar áður en þau verða send Umhverfisstofnun.
Stjórn OH samþykkir fyrirliggjandi svör til Umhverfisstofnunar varðandi úrbætur í fráveitumálum í Norðurþingi.