Fara í efni

Tillaga frá Gunnari I Birgissyni um fjölgun fulltrúa í stjórn Eyþings

Málsnúmer 201809008

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 263. fundur - 06.09.2018

Að ósk Gunnars I Birgissonar bæjarstjóra í Fjallabyggð á 307. fundi stjórnar Eyþings var tillaga hans um fjölgun fulltrúa í stjórn Eyþings send á aðildarsveitarfélögin á svæðinu. Umrædd tillaga var kynnt fyrir stjórn Eyþings á síðasta fundi stjórnar. Þar var lagt til að fjölgað verði í stjórn Eyþings úr sjö stjórnarmönnum í níu og stjórnin verðir skipuð með eftirfarandi hætt: Akureyri 2 fulltrúar, Fjallabyggð 1 fulltrúi, Dalvíkurbyggð 1 fulltrúi, Hörgársveit og Eyjafjarðarsveit saman með 1 fulltrúa, Svalbarðsstrandahr. og Grýtubakkahreppur saman með 1 fulltrúa, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur saman með 1 fulltrúa. Norðurþing og Tjörneshreppur saman með 1 fulltrúa, Langanesbyggða og Svalbarðshreppur saman með 1 fulltrúa.

Lagt fram til kynningar.