Fara í efni

Fyrirspurn um ýmsar upplýsingar er varða veitt stöðuleyfi í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201809012

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 263. fundur - 06.09.2018

Guðbjartur Ellert Jónsson hefur óskað eftir að framlagðar verði eftirfarandi upplýsingar: A) Fjölda húsa/bygginga á stöðuleyfi í sveitarfélaginu. B) Álagningu gjalda húseigna/bygginga á stöðuleyfi. C) Tímalengd veitingu stöðuleyfa, mánuðir/ár og hverjar eru almennar reglur sveitarfélagsins og/eða skipulagslaga um tímalengd stöðuleyfa. Fyrir fundinum liggur samantekt frá Gauki Hjartarsyni skipulags- og byggingarfulltrúa með svörum við ofangreindum fyrirspurnum.
Byggðarráð þakkar Gauki fyrir yfirferðina.