Fara í efni

Ósk um stöðuleyfi fyrir hlaðinn vegg við Hafnarstétt 13

Málsnúmer 201809029

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 8. fundur - 11.09.2018

Daníel Isebarn Ágústsson, f.h. Gentle Giants-Hvalaferða ehf, óskar eftir stöðuleyfi til næstu sex ára fyrir hlöðnum vegg utan lóðar Hafnarstéttar 13. Ekki voru lögð fram gögn með umsókn, en vísað til veggjar sem settur var niður í heimildarleysi í ágúst s.l.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti bréf sem sent var á lóðarhafa vegna veggjarins þar sem farið er fram á að hann verði fjarlægður fyrir 20. september n.k.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs hafnar stöðuleyfi fyrir umræddum vegg. Veggurinn er utan lóðar og utan ramma samþykkts deiliskipulags. Hann var settur niður í óþökk skipulagsyfirvalda sem ítrekað hafa hafnað því að hann yrði settur utan tiltekins ramma. Veggurinn rýrir almenn svæði og umferðarleiðir á þrjá vegu umhverfis lóðina meira en meirihluti ráðsins telur ásættanlegt. Þar fyrir utan lendir hitaveituheimtaug að Helguskúr innan veggjarins sem er óheppilegt gagnvart viðhaldi hennar. Því telur meirihluti ráðsins rétt að fara fram á að veggurinn verði fjarlægður sem fyrst.
Kolbrún Ada, Silja og Örlygur Hnefill.

Minnihlutinn tekur ekki undir afstöðu meirihlutans.
Egill Aðalgeir, Hjálmar Bogi og Kristján Friðrik.