Fara í efni

Hitaveita á Tjörnesi

Málsnúmer 201809047

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 181. fundur - 13.09.2018

Undanfarin ár hefur hreppsnefnd Tjörneshrepps unnið að því að leggja hitaveitu í hreppinn. Tilraunaboranir áttu sér stað haustið 2017 og lofuðu þær góðu.
Næsta skref í málinu verður að ráðast í borun vinnsluholu í Hallbjarnarstaðagili, en það er sá staður sem kom best út við áðurnefndar tilraunaboranir.
Hreppsnefnd Tjörneshrepps óskar eftir því við stjórn Orkuveitu Húsavíkur að hefja viðræður um samstarf um þessa framkvæmd.
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson, oddviti Tjörneshrepps fór yfir málið og skýrði stöðu verkefnisins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur lýsir yfir áhuga á samstarfi um verkefnið og felur framkvæmdastjóra að afla frekari gagna í málinu og leggja fyrir stjórn OH þegar þau liggja fyrir.