Fara í efni

Umsókn um leyfi til að útbúa íbúð í norðurenda neðri hæðar Garðarsbrautar 62

Málsnúmer 201809094

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 17. fundur - 04.12.2018

Óskað er leyfis til að útbúa sjálfstæða íbúð á neðri hæð í norðurenda Garðarsbrautar 62 á Husavik. Teikningar eru unnar af Vigfúsi Sigurðssyni hjá Mannviti. Fyrir liggur samþykki annara eigenda í húsinu. Einnig liggur fyrir umsögn slökkviliðsstjóra.
Í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 kafla 24.3.6 segir m.a. "Þar sem aðstæður leyfa má gera ráð fyrir íbúðum á verslunar- og þjónustusvæðum, sérstaklega á efri hæðum bygginga". Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að innréttuð verði íbúð skv. framlögðum teikningum og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.