Fara í efni

Samningur við FEBH maí 2018 til maí 2020

Málsnúmer 201810008

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 26. fundur - 11.03.2019

Sveitarstjórn ber lögum samkvæmt að tryggja öldruðum aðgang að félags- og tómstundastarfi við hæfi. Félag eldriborgara hafa skv. samningi við sveitarfélagið tryggt þetta félagsstarf. Ný relgugerð kveður á um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra einkaaðila sem veita félagsþjónsutu. Sækja þarf ums líkt starfsleyfi fyrir maímánuð.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir nýrri reglugerð um starfsleyfi fyrir félagasamtök og aðra félagsþjónustu fyrir eldri borgara. Ráðið felur félagsmálastjóra að boða stjórn Félags eldri borgara á Húsavík til fundar við ráðið þann 1. apríl.

Fjölskylduráð - 29. fundur - 15.04.2019

Til umræðu er málefni samnings Norðurþing við FEBH.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum Félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis fyrir komuna á fund ráðsins og fagnar þeirri öflugu uppbyggingu sem félagið hefur lagt í undanfarin ár. Samhljómur var með aðilum um útfærslu á lögbundnu starfi fyrir eldri borgara, vegna nýrrar reglugerðar um starfsleyfi fyrir félagasamtök og aðra félagsþjónustu fyrir eldri borgara. Lagt er upp með að sveitarfélagið Norðurþing leigi aðstöðu í félagsheimili Félags eldri borgara í Hlyn hluta úr degi og leggi auk þess til starfsmann til að halda utan um þjónustu sveitarfélagsins þar.

Fjölskylduráð skipar vinnuhóp til að útfæra starfið. Fyrir hönd FEBH sitja í hópnum Lilja Skarphéðinsdóttir og Sólveig Skúladóttir. Fyrir hönd Norðurþings sitja í hópnum Bylgja Steingrímsdóttir og Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir. Starfsmenn hópsins eru félagsmálastjóri og sveitarstjóri. Lagt er upp með að þessari vinnu verði lokið fyrir lok maímánaðar n.k.