Fara í efni

Breytingar á þjónustustöðvum VÍS

Málsnúmer 201810010

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 266. fundur - 04.10.2018

Nýverið tilkynnti Vátryggingarfélag Íslands (VÍS) breytingar á starfsemi félagsins sem snertir m.a. þjónustustöð fyrirtækisins á Húsavík. Hefur henni verið lokað nú þegar og sameinuð þjónustuskrifstofu VÍS á Akureyri. Enn starfa þó þrír starfsmenn félagsins á Húsavík og sinna öðrum störfum en beinum tengslum við viðskiptavini fyrirtækisins. Á fundinn koma Þorvaldur Þorsteinsson og Ingvi Hrafn Ingvason viðskiptastjórar hjá VÍS á Akureyri.
Kristján Þór Magnússon víkur af fundi undir þessum lið.

Byggðarráð Norðurþings harmar ákvörðun VÍS um að breyta starfsumhverfi á starfsstöð félagsins i Norðurþingi og mun i framhaldi skoða stöðu sína gagnvart tryggingarsamningi milli aðila. Farið verður nánar yfir málið á næsta fundi byggðarráðs.