Fara í efni

Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu á Núpskötluvegi, nr. 8952 af vegskrá.

Málsnúmer 201810119

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 14. fundur - 06.11.2018

Með bréfi dags. 19. október 2018, tilkynnir Vegagerðin fyrirhugaða niðurfellingu á veghaldi Núpskötluvegar nr. 8952.
Skipulags- og framkvæmdaráð lýsir áhyggjum sínum yfir aðgengi ferðamanna að náttúrperlum í Norðurþingi í þeim tilfellum sem Vegagerðin hættir viðhaldi vega vegna takmarkaðrar búsetu.

Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að leggja til við Vegagerðina í samráði við landeigendur að heimreið að Núpskötlu verði gerður að landsvegi.
Þetta er gert til þess að tryggja þjónustu og viðhald vegarins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 18. fundur - 18.12.2018

Fyrir liggur tilkynning frá Vegagerðinni varðandi niðurfellingu Núpskötluvegar nr. 8952-01 af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.