Fara í efni

SEEDS og Norðurþing - mögulegt samstarf 2019.

Málsnúmer 201811013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 14. fundur - 06.11.2018

Fyrir ráðinu liggur beiðni um samstarf árið 2019 við íslensku sjálfboðaliðasamtökin SEEDS. SEEDS tekur á móti erlendum sjálfboðaliðum til þess að sinna fjölþættum verkefnum á sviði umhverfis-, menningar- og félagsmála í samstarfi við einstaklinga, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög.
Ef gengið er til samstarfs við samtökin skuldbindur sveitarfélagið sig til að útvega fæði, húsnæði og einhverja afþreyingu á meðan verkefninu stendur.
Verkefnin eru alla jafna tvær vikur með 6 - 16 sjálfboðaliðum í hverju verkefni. Verkefnin skulu fela í sér eitthvert fræðslu- eða menntunargildi til að tryggja að sjálfboðaliðarnir öðlist nýja reynslu og þekkingu. Verkefnin skulu vera til framdráttar fyrir samfélagið og sjálfboðaliðum skulu ekki vera falin störf sem alla jafna væri greitt fyrir. SEEDS sér um alla umsýslu við móttöku sjálfboðaliðanna, og kemur sjálfboðaliðunum alla jafna til og frá áfangastað. SEEDS sér einnig til þess að allir sjálfboðaliðarnir séu sjúkra- og slysatryggðir.
Verið er að leita eftir verkefnum fyrir sumarið 2019, júlí, ágúst og september í samstarfi við sveitafélög víða um land.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur móttekið erindið en óskar ekki eftir samstarfi að sinni.