Fara í efni

Fyrirspurn um samningamál Völsungs 2019

Málsnúmer 201812021

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 275. fundur - 11.12.2018

Bergur Elías Ágústsson óskar eftir því að Stjórn og framkvæmdastjóri Völsungs mæti á næsta fund byggðarráðs sem fyrirhugaður er 11. desember 2018.

Greinargerð: Samkvæmt þeim upplýsingum sem fulltrúi B lista hefur fengið þá hefur ekki verið gengið frá samstarfssamningi milli Völsungs og sveitafélagsins Norðurþings. Samstarfssamningurinn hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma en ekki verið lokið nokkrum dögum áður en stefnt er að taka til umfjöllunnar fjárhagsáætlun Norðurþing til síðari umræðu fyrir árið 2019. Völsungur en af megin stoðum uppeldis, æskulýðs og félagsstarfs í sveitarfélaginu. Í ljósi þessa er ákaflega mikilvægt að fyrir liggi hvar staða þessa máls er áður en umfjöllun fjárhagsáætlun veriði tekin fyrir og afgreidd.

Á fundinn mættu Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs.

Byggðarráð þakkar Kjartani og Jónasi Halldóri fyrir komuna og góða yfirferð yfir samningamálin.
Það er ánægjulegt og mikilvægt að það sjái til lands í samningaviðræðum Norðurþings og Völsungs um rekstrarsamning fyrir árið 2019 og að samningurinn verði lagður fyrir fjölskylduráð á næsta fundi til samþykktar.