Fara í efni

Beiðni um verklag við snjómokstur og hálkuvarnir.

Málsnúmer 201812028

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 18. fundur - 18.12.2018

Erindi barst frá Ágústi Sigurði Óskarssyni á Húsavík sem óskar eftir skýrum svörum varðandi verklag við snjómokstur og hálkuvarnir.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið. Tíðin framan af vetri var óvenju góð. Um mánaðarmótin nóvember-desember gerði óhemju mikla snjókomu. Þar sem von var á hláku í kjölfarið var lögð megináhersla á að koma sem mestum snjó úr bænum og hreinsa í kringum niðurföll og hálkuvarið strax í kjölfarið.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að birta snjómoksturs- og hálkuvarnarplan á heimasíðu sveitarfélagsins.