Fara í efni

Reglur um útivistartíma barna

Málsnúmer 201901010

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 18. fundur - 07.01.2019

Til umræðu er útivistartími barna í Norðurþingi en um útivistartíma barna í Norðuþingi fer eftir 92. Gr. Barnaverndarlaga nr. 80/2002 en þar segir:

'Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13-16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomum. Á tímabilinu 1. Maí til 1. September lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir. Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag'.
Félagsmálstjóri kynnti reglur um útivistartíma barna í Norðurþingi.

Ráðið samþykkir að fela félagsmálastjóra að ítreka reglur um útivistartíma barna.