Fara í efni

Deiliskipulag að íbúðasvæði Í1 á Húsavíkurhöfða

Málsnúmer 201901017

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 19. fundur - 08.01.2019

Búfesti hsf., í samstarfi við Faktabygg AS, óskar eftir heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á svæði Í1 norðan Lyngbrekku. Ennfremur er þess óskað að gerður verði samningur milli hagsmunaðila um nýtingu svæðisins á grunni skipulagshugmynda.
Einnig er minnt á það markmið umsóknar Norðurþings, í samstarfi við Búfesti hsf. og Faktabygg AS, að hafist verði handa við að reisa tiltekinn fjölda íbúða á skipulögðu svæði á Húsavik á árinu 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar frumkvæði Búfestis að deiliskipulagi íbúðarbyggðar norðan Lyngbrekku og fellst á að Búfesti hsf. láti vinna tillögu að skipulagi svæðisins í samráði við ráðið.
Varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2019 bendir ráðið á lausar lóðir á deiliskipulögðum svæðum sem kynnu að henta vel fyrir þá uppbyggingu.