Fara í efni

Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings 2018

Málsnúmer 201901036

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 19. fundur - 14.01.2019

Til umfjöllunar er afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings vegna ársins 2018.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti reglur Afreks- og viðurkenningarsjóðs.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn fyrir árið 2018.

Fjölskylduráð - 26. fundur - 11.03.2019

Til umfjöllunar eru tvær umsóknir í Afreks- og viðurkenningasjóð Norðurþings.
Auglýst var eftir umsóknum í Afreks- og viðurkenningasjóð Norðurþings fyrir árið 2018 og er umsóknarfrestur liðinn.

Tvær umsóknir hafa borist sjóðnum.
Kristjan Ingi Smárason sækir um styrk vegna Norðurlandamóts í skólaskák sem haldið var í Borgarnesi dagana, 14.-18. febrúar, 2019. Ráðið samþykkir að veita Kristjáni Inga 50 þúsund krónur.

Sigurður Unnar Hauksson landsliðsmaður í Skeet sækir um styrk vegna verkefna sinna á árinu 2018. Ráðið samþykkir að veita Sigurði Unnari 200 þúsund krónur.

Ráðið samþykkir að greiða inn á Afreks- og viðurkenningasjóð Norðurþings 250 þúsund krónur af fjárhag ráðsins.