Fara í efni

Tónsmiðjan - skapandi starf fyrir ungt fólk

Málsnúmer 201902005

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 22. fundur - 11.02.2019

Tónsmiðjan sendir inn erindi til Fjölskylduráðs Norðurþings með von um að það verði rætt um það með opnum huga um að skapa lifandi og skemmtilegt starf fyrir ungt fólk í Norðurþingi.
Erindinu frestað þar til vinnu við forvarnarstefnu Norðurþings er lokið.

Fjölskylduráð - 29. fundur - 15.04.2019

Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi fjölskylduráðs þann 11. febrúar vegna vinnu að forvarnastefnu sveitarfélagsins. Sú vinna er enn í gangi. Að ósk Bylgju Steingrímsdóttur, fulltrúar framsóknarflokksins er málið tekið fyrir nú þó vinna að forvarnarstefnu sé enn í gangi.
Fjölskylduráð þakkar erindið. Hjá sveitarfélaginu er í gangi vinna að forvarnarstefnu, auk þess sem verið er að hefja skoðun á kostum varðandi ungmennahús. Fjölskylduráð hafnar því erindinu.

Bylgja Steingrímsdóttir sat hjá við afgreiðslu erindisins.