Fara í efni

Lista- og menningarsjóður Norðurþings 2019

Málsnúmer 201902021

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 22. fundur - 11.02.2019

Fyrir fjölskylduráði liggur umsókn frá Þórarni Eldjárn og Elínu Gunnlaugsdóttur. Sótt er um styrk til að setja upp söngleikin ,,Björt í sumarhúsi" í grunnskólum á Ey-Þings svæðinu.
Fjölskylduráð þakkar erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að afla frekari upplýsinga um tilhögun og skipulagningu sýningarinnar og leggja málið fyrir ráðið að nýju.

Fjölskylduráð - 26. fundur - 11.03.2019

Til umfjöllunar eru tvær umsóknir í Lista- og menningarsjóð Norðurþings.
Tvær umsóknir hafa borist sjóðnum. Töfrahurð ehf. sótti um styrk til að sýna á skólatíma fyrir leik- og grunnskólabörn söngleikinn Björt í sumarhúsi á Norðurlandi. Ráðið hafnar umsókninni.

Þórveig, Aldey, Fanný og Ólöf Traustadætur sóttu um styrk til þess að halda Druslugöngu á Húsavík 2019. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kalla eftir frekari upplýsingum frá umsóknaraðilum og frestar ákvörðun um styrkveitingu að svo stöddu.