Fara í efni

Yfirferð og eftirfylgni með framkvæmdaáætlun.

Málsnúmer 201902079

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 25. fundur - 05.03.2019

Farið yfir samþykkta framkvæmdaáætlun, staðan á verkefnum rædd og ófyrirsjáanlegar framkvæmdir kynntar.
Tillaga.
Undirritaðir leggja til að uppbyggingu við skíða- og útivistarsvæðið við Reyðarárhnjúk verði hraðað s.s. með flutningi á núverandi lyftum á svæðið eða kaupum á lyftu. Fjármagn verði sett í verkið á framkvæmdaáætlun árið 2019 en í staðinn verði öðrum framkvæmdum frestað eða verkáætlun breytt.

Nauðsynlegir innviðir til uppbyggingar á skíðasvæði við Reyðarárhnjúk hafa litið dagsins ljós á undanförnum árum. Kominn er heilsársvegur að svæðinu og þá hefur bæði verið lagt fyrir rafmagni og vatni. Skíðaíþróttir njóta mikilla vinsælda hjá ungum sem öldnum íbúum líkt og góð mæting í Melalyftuna undanfarið ber glöggt vitni. Ákall íbúa um hröðun aðgerða við útivistarsvæði Reyðarárhnjúks hefur í kjölfarið verið afar áberandi. Undirritaðir telja því fulla ástæðu til þess að bæta flutningi eða kaupum á skíðalyftum upp í Reyðarárhnjúk á framkvæmdaáætlun 2019.

Heiðar Hrafn Halldórsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristján Friðrik Sigurðsson

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs hafnar tillögunni og telur ekki rými í framkvæmdaáætlun til að fara í verkið að svo stöddu nema að hætta við aðrar fyrirhugaðar framkvæmdir. Meirihluti ráðsins tekur jákvætt í fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu og forvinna vegna deiliskipulags er í gangi. Nauðsynlegt er að vita kostnað við færslu lyftunnar eða kaup á nýrri áður en þessi tillaga yrði samþykkt.
Guðmundur Halldór, Kristinn Jóhann og Silja.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fresta jarðvegsvinnu við golfskálann þar til á næsta ári vegna praktískra ástæðna.