Fara í efni

Framkvæmd sveitarfélaga á framsali ráðningarvalds

Málsnúmer 201903060

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 285. fundur - 21.03.2019

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á áliti umboðsmanns Alþingis frá 26. október s.l. þar sem m.a. er fjallað um heimildir sveitarstjórna til að fela öðrum aðilum innan stjórnkerfis sveitarfélaga ákvörðunarvald um ráðningu starfsmanna, en um þær er fjallað í 56. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í framhaldinu beinir ráðuneytið því til sveitarfélaga að þau yfirfari fyrirkomulag á framsali ráðningarvalds í stjórnkerfi sínu, sé það til staðar, í ljósi álits umboðsmanns Alþingis.
Lagt fram til kynningar.