Fara í efni

Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu um fyrirhugaða framleiðsluaukningu í eldisstöð N-Lax Laxamýri

Málsnúmer 201903126

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 28. fundur - 02.04.2019

Skipulagsstofnun tilkynnti með bréfi dags. 25. mars s.l. að stofnunin hafi komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð aukning á framleiðslu N-lax í allt að 50 tonn á ári í eldisstöð fyrirtækisins að Laxamýri sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Ákvörðun stofnunarinnar var lögð fram.