Fara í efni

Tjaldsvæði Norðurþings.

Málsnúmer 201908042

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 40. fundur - 13.08.2019

Skipulags- og framkvæmdaráð fer yfir rekstur tjaldsvæðis á Húsavík.
Töluverðar úrbætur hafa verið gerðar á tjaldsvæðinu á Húsavík undanfarin ár. Jákvæður rekstur hefur meðal annars orðið til þess að hægt var að endurnýja rafkerfi og fjölga rafmagnstenglum. Þá er önnur aðstaða tjaldsvæðisins byggð upp í áföngum. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að tjaldsvæðum sveitarfélagsins verði áfram vel við haldið og byggð upp í samræmi við stefnu framkvæmdasviðs og fjárhagsramma framkvæmdaáætlunar ár hvert. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að upplista verklagsreglur í daglegum rekstri tjaldsvæðisins með sérstakri áherslu á háannatíma, s.s. Mærudagshelgina. Verklagsreglurnar skuli lagðar fyrir ráðið fyrir lok árs 2019.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 62. fundur - 24.03.2020

Á 40. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að upplista verklagsreglur í daglegur rekstri tjaldsvæðisins með sérstakri áherslu á háannatíma, s.s. Mærudagshelgina. Verklagsreglurnar skuli lagðar fyrir ráðið fyrir lok árs 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð ítrekar að unnar verði verklagsreglur varðandi daglegan rekstur tjaldsvæðis á Húsavík og lagðar fyrir ráðið fyrir lok maí 2020.