Fara í efni

Heiðrún Magnúsdóttir og Marý Anna Guðmundsdóttir óska eftir að settur verði upp vatnspóstur með neysluvatni til drykkjar fyrir almenning á Húsavík.

Málsnúmer 201911033

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 50. fundur - 12.11.2019

Heiðrún og Marý Anna leggja til að hafa póstinn við hlið taflborðsins í miðbænum eða að skoða aðrar staðsetningar. Þær telja að þetta yrði jákvætt fyrir ferðamenn sem koma hingað í bæinn.
Heiðar Halldórsson og Guðmundur Halldórsson viku af fundi undir þessum lið.
Vegna takmarkaðs framkvæmdafjár árið 2020 sér ráðið sér ekki fært að verða við erindinu.
Ásta og Silja óska bókað "við hvetjum bréfritara til að halda áfram að beita sér fyrir verkefninu og leita annarra fjármögnunarleiða."