Fara í efni

Elísa Dröfn Gunnólfdóttir f.h. hlutaðeigandi aðila óskar eftir girtu hundasvæði á Húsavík til þess að geta löglega leyft hundum sínum að hlaupa lausum.

Málsnúmer 201911034

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 50. fundur - 12.11.2019

Óskað er eftir afgirtu hundasvæði á Húsavík. Hundaeigendur á Húsavík vilja hundasvæði til þess að geta löglega leyft hundi sínum að hlaupa lausum innan lokaðs svæðis. Hundaeigendur myndu bera ábyrgð á að halda svæðinu hreinu og reglur yrðu settar um umgengni.
Ráðið þakkar erindið en vísar til fyrri afgreiðslu ráðsins frá 5. mars 2019 þar sem ekki eru taldar forsendur til að fara í framkvæmdina.