Fara í efni

Rifós óskar eftir byggingarleyfi fyrir skemmu utan um fiskeldisker

Málsnúmer 202002083

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 59. fundur - 25.02.2020

Rifós hf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir 1.772 m² skemmu utan um fiskeldisker á lóð fyrirtækisins við Lón í Kelduhverfi. Húsið er stálgrindarhús, klætt með PIR samlokueiningum. Teikningar eru unnar af Þorvaldi Vestmann byggingartæknifræðingi. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá eldvarnareftirliti og heilbrigðiseftirliti.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirhugaða byggingu í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.