Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundarhúsi að Reykjavöllum.

Málsnúmer 202002089

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 59. fundur - 25.02.2020

Hilmar Kári Þráinsson óskar eftir byggingarleyfi fyrir 68,5 m² gestahúsi við Reykjavelli í Reykjahverfi. Fyrirhuguð bygging er timburhús, klætt timburklæðningu, ein hæð auk geymslu í risrými. Fyrir liggja teikningar unnar af Sæmundi Óskarssyni. Einnig liggur fyrir skriflegt samþykki nágranna að Litlu Reykjum.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur grenndarkynningu fullnægjandi og að fyrirhuguð bygging samræmist ákvæðum aðalskipulags um uppbyggingu á lögbýlum.

Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.