Fara í efni

Viðbragðsáætlun Norðurþings vegna COVID19

Málsnúmer 202003028

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 320. fundur - 12.03.2020

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar viðbragðsáætlun Norðurþings vegna covid-19. Áætlunin á að þjóna þeim tilgangi að vera stjórnendum Norðurþings til stuðning um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum. Viðbragðsáætluninni er ætlað að segja fyrir um viðbrögð innan Norðurþings í kjölfar heimsútbreiðslu inflúensu/COVID-19.

Áætlunin miðast við að starfsemi sveitarfélagsins verði skert og að hluti starfsfólks verði rúmfastur vegna veikinda eða í sóttkví í ákveðinn tíma. Markmið áætlunarinnar eru að stuðla að öryggi starfsmanna og órofnum rekstri sveitarfélagsins á meðan faraldrinum stendur.
Lagt fram til kynningar.