Fara í efni

Aðalfundur lánasjóðs sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202003043

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 324. fundur - 17.04.2020

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem boðað var til fimmtudaginn 26. mars 2020 kl. 15:45 á Grand Hótel Reykjavík, var frestað um óákveðinn tíma með tölvupósti þann 16. mars 2020. Samkvæmt samþykktum Lánasjóðsins ber að halda aðalfund fyrir lok apríl ár hvert. Í ljósi aðstæðna á landinu öllu og ákvörðun Almannavarna um að framlengja samkomubann til 4. maí, þá mun ekki nást að halda fund á þeim tíma sem segir í samþykktum. Samkvæmt 84. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög skal halda aðalfund eigi síðar en innan átta mánaða frá lokun hvers reikningsár eða fyrir lok ágúst.
Nýr fundardagur verður tilkynntur til allra sveitarstjórna þegar samkomubanni hefur verið aflétt.
Lagt fram til kynnningar.

Byggðarráð Norðurþings - 330. fundur - 11.06.2020

Boðað er til aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga föstudaginn 12. júní nk. á Grand Hótel Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að Kristján Þór Magnússon verði fulltrúi Norðurþings á fundinum.