Fara í efni

Alþingi: Drög að fumvarpi til kosningalaga; opnið samráðsferli

Málsnúmer 202003073

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 321. fundur - 26.03.2020

Í október 2018 skipaði forseti Alþingis starfshóp um endurskoðun kosningalaga til að fara yfir fyrri tillögur um efnið með tilliti til hagkvæmni og skilvirkni. Jafnhliða skyldi starfshópurinn kanna kosti þess að setja heildarlöggjöf um framkvæmd allra almennra kosninga og skoða eftir því sem tími og aðstæður leyfa kosti rafrænnar kjörskrár. Í starfshópnum sitja fulltrúar landskjörstjórnar, dómsmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þjóðskrár Íslands auk fulltrúa forseta Alþingis.

Starfshópurinn hefur nú útbúið drög að frumvarpi til kosningalaga sem lögð hafa verið á vef Alþingis í opið samráð. Lagt er til að lögin gildi um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Markmið frumvarpsins er að styrkja lýðræði með því að viðhalda trausti á framkvæmd kosninga og tryggja að beinar, frjálsar og leynilegar kosningar séu haldnar reglulega. Meginefni frumvarpsins lúta að breyttri stjórnsýslu kosninga og einföldun regluverks.

Tekið er á móti umsögnum og ábendingum á netfangið kosningalog@althingi.is til 8. apríl nk. Að loknu samráðsferli mun starfshópurinn fara yfir athugasemdir sem berast og í kjölfarið skila forseta Alþingis fullbúnu frumvarpi.
Lagt fram til kynningar.

Kristján Þór Magnússon kom inn á fundinn kl. 9:35.