Fara í efni

Kortlagning beitilanda sauðfjár

Málsnúmer 202003076

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 62. fundur - 24.03.2020

Samhliða því að Landgræðslan kynnir ástandsmat gróðurs og jarðvegs á öllu Íslandi, hefur einnig staðið yfir kortlagning þeirra svæða sem nýtt eru fyrir sauðfjárbeit og þau svæði sem ekki geta flokkast sem beitilönd. Notast er við eftirfarandi skilgreiningar varðandi flokkun:

1. Beitarsvæði: Engar takmarkanir á beit á hefðbundnum beitartíma.
2. Landgræðslugirðingar: Svæði sem Landgræðslan hefur umsjón með og eru friðuð fyrir sauðfjárbeit með girðingum sem eru á ábyrgð stofnunarinnar.
3. Friðuð svæði fyrir beit: Svæði þar sem sauðfjárbeit er takmörkuð s.s. vegna landgræðslustarfs, skógræktar, byggðar o.s.frv.
4. Fjárlítil og fjárlaus svæði: Svæði sem sauðfé gengur almennt ekki á vegna landfræðilegra aðstæðna og því ekki smöluð skv. fjallskilum.

Aðferðafræðin er í stuttu máli sú að fulltrúi LÍ og héraðsfulltrúar funduðu með fólki sem þekkir til tiltekinna svæða og kölluðu eftir skilgreiningu m.t.t. ofangreindra flokka á hverju svæði fyrir sig.

Óskað er eftir rýni sveitarfélagsins á fyrirliggjandi kortagögnum og athugasemdum þeim tengdum ef einhverjar eru. Kortið er ennþá á vinnustigi en verður gefið út með formlegum hætti ásamt stöðumatinu á næstu misserum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að rýna í kortagögnin og svara erindi Landgræðslu Íslands til samræmis við umræður á fundinum.