Fara í efni

Framlag Félags eldriborgara á Húsavík og nágrenni vegna covid-19

Málsnúmer 202003105

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 59. fundur - 30.03.2020

Lagt er fram til kynningar bréf frá Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrennis þar sem fram kemur að stjórn félagsins vill gefa eftir 1500 þús. framlag Norðurþings til félagsins vegna þeirrar stöðu sem uppi er vegna covid faraldursins. Óskar stjórn þess að forráðamenn Norðurþings verji þeirri fjárhæð sem greiða átti til félagsins til góðra verka, þó helst til að bæta félagsstarf barna í sveitarfélaginu sem upplifað hafa erfiða tíma vegna stöðunnar sem uppi er.
Fjölskylduráð þakkar félagi eldri borgara kærlega fyrir velvilja í garð sveitarfélagsins. Ráðið mun sjá til þess að fjármunirnir verði nýttir í þágu barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.