Fara í efni

Ársreikningur Hafnasjóðs 2019

Málsnúmer 202005029

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 67. fundur - 12.05.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur ársreikningur hafnasjóðs Norðurþings til kynningar. Hafnastjóri mætti á fundinn.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi ársreikning hafnasjóðs 2019 og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 103. fundur - 19.05.2020

Á 67. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi ársreikning hafnasjóðs 2019 og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Kristján, Silja, Bergur og Hjálmar.

Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþing fyrir árið 2019 sýnir glögglega að enn er þörf á frekari umsvifum um höfnina til að sjálfbærni í rekstrinum verði náð. Niðurstaða ársins er örlítið undir væntingum m.v. áætlun, sem helgast helst af minni framleiðslu kísilmálms á Bakka. Ársreikningurinn er að öðru leyti nokkuð til samræmis við áætlanir ársins. Helsta frávik frá áætlun er að annar rekstrarkostnaður jókst umfram áætlun vegna þess að minna af viðhaldsframkvæmdum komu til eignfærslu en áætlað hafði verið, heldur voru þær kostnaðarfærðar í staðinn. Sömuleiðis var jákvætt að komur skemmtiferðaskipa voru fleiri en áætlað var og komu að hluta upp á móti lækkun annara tekna. Niðurstaða ársins kallar á aðhald utan um rekstur hafnasjóðs næstu misseri því ljóst er að sú áætlun sem gerð var fyrir árið 2020 mun breytast verulega vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem heimsfaraldur covid-19 er að hafa á allan rekstur.


Ársreikningur hafnasjóðs 2019 er samþykktur samhljóða.