Fara í efni

Uppbyggingarsamningur við Golfklúbb Húsavíkur

Málsnúmer 202005079

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 103. fundur - 19.05.2020

Helena Eydís óskar eftir að uppbyggingarsamningur við Golfklúbb Húsavíkur verði settur á dagskrá sveitarstjórnar.
Hjálmar vék af fundi undir þessum lið fundargerðarinnar.

Til máls tóku: Helena, Hafrún, Bergur og Kristján.

Helena leggur til að forsvarsmenn Golfklúbbsins verði boðaðir á fund byggðarráðs til viðræðna um hvert framhald uppbyggingasamningsins verður.
Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.

Hafrún Olgeirsdóttir leggur til að fjölskylduráð boði forsvarsmenn Golfklúbbs Húsavíkur til fundar til að ræða aðstöðu undir golfhermi eins og kom fram í erindi frá Golfklúbbnum sem tekið var fyrir á 61. fundi fjölskylduráðs 24. apríl sl.
Tillaga Hafrúnar er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 331. fundur - 25.06.2020

Á fund byggðarráðs koma Gunnlaugur Stefánsson og Karl Hannes Sigurðsson frá Golfklúbbi Húsavíkur og ræða uppbyggingarsamning Golfklúbbs Húsavíkur.
Byggðarráð þakkar Gunnlaugi og Karli Hannesi fyrir komuna og felur sveitarstjóra að boða framkvæmdaráð verkefnisins til fundar til að ræða áframhald á uppbyggingarsamningi Golfklúbbs Húsavíkur og Norðurþings.