Fara í efni

Ósk um breytingar á bílastæði við hótel að Höfða 24

Málsnúmer 202006020

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 70. fundur - 09.06.2020

Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri Cape Hotel bendir á augljósa galla við fyrirkomulag bílastæðis við Höfða 24, en ganga þarf um bílastæðið með varúð svo forðast megi tjón á öðrum ökutækjum sem þar er lagt. Einnig bendir Örlygur á að snjósöfnun á bílastæðinu sé nokkuð meiri en var áður en ráðist var í framkvæmdir á svæðinu árið 2018. Örlygur óskar eftir því að gengið verði eðlilega frá þessu svæði.
Í ljósi þess að umrætt bílastæði er innan lóðarmarka Höfða 24, er það á hendi lóðarhafa að framkvæma og kosta þær breytingar sem hann telur nauðsynlegar svo frágangur teljist eðlilegur að hans mati. Þó bendir ráðið á að í þeim tilvikum kunna framkvæmdir lóðarhafa að vera ýmist leyfis- og/eða tilkynningaskyldar til sveitarfélagsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar því beiðninni.