Fara í efni

Beiðni frá Orkustofnun um umsögn um umsókn um nýtingarleyfi í landi Lóns 1 og 2

Málsnúmer 202006022

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 70. fundur - 09.06.2020

Orkustofnun óskar umsagnar Norðurþings um umsókn eiganda Lóns 1 og 2 um leyfi til nýtingar jarðhita í landi Lóns. Um er að ræða nýtingu borholu LO-01 með auðkennið 62011 í gögnum Orkustofnunar. Borholan er austan norðurhluta Lónanna og tæpa 2 km norður af seiðaeldisstöð Rifóss.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemd við að jarðhiti úr borholunni verði nýttur.