Fara í efni

Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - Brunamál og almannavarnir

Málsnúmer 202006033

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 330. fundur - 11.06.2020

Fyrir byggðarráði liggur viðaukabeiðni vegna málaflokks 07-Brunamál og almannavarnir vegna launa í tengslum við COVID-19.
Á fund byggðarráðs kemur Grímur Kárason slökkviliðsstjóri og fer yfir viðaukabeiðnina.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.706.478 króna viðbótarframlagi til málaflokks 07 - Brunamál og almannavarnir vegna launa í tengslum við COVID-19, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 104. fundur - 16.06.2020

Á 330. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.706.478 króna viðbótarframlagi til málaflokks 07 - Brunamál og almannavarnir vegna launa í tengslum við COVID-19, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.