Fara í efni

Samtal við ferðaþjónustuaðila um viðbrögð vegna Covid-19

Málsnúmer 202006056

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 330. fundur - 11.06.2020

Til fundar byggðarráðs mæta fulltrúar í aðgerðahópi Húsavíkurstofu sem hafa til umræðu stöðuna í ferðaþjónustu á Húsavík í ljósi Covid-19.
Byggðarráð þakkar aðgerðahópi Húsavíkurstofu fyrir komuna.
Byggðarráð hvetur til opinna samskipta um verkefni og viðburði á svæðinu í sumar.

Byggðarráð Norðurþings - 341. fundur - 08.10.2020

Stjórn Húsavíkurstofu hvetur byggðaráð í áframhaldandi vinnu varðandi viðbrögð við Covid-19 faraldursins. Það þarf að fylgjast með og kynna sér vel það ástand sem skapast hefur meðal ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu og í framhaldi leggja línur sem komast til móts við það áfall sem greinin hefur orðið fyrir.

Sumarið kom betur út en nokkur þorði að vona en þó er ljóst að öll fyrirtæki fóru ekki varhluta af þeim samdrætti sem átti sér stað vegna faraldursins og mörg hver að keyra sumarið á litlum hluta af þeirri innkomu sem hefur verið undanfarin ár. Það horfir einnig í erfiðan vetur í greininni og það gæti tekið langan tíma fyrir fyrirtæki að komast aftur á vel rekstrarhæfan grunn.

Ferðaþjónustan er mikilvæg samfélaginu ekki einungis sem stór atvinnugrein heldur fylgir henni þjónusta og viðburðir sem allir íbúar njóta góðs af.

Stjórn Húsavíkurstofu býður sig fram að vera innan handar og til ráðgjafar varðandi komandi verkefni sem varðar ferðaþjónustuna á Húsavík og nágrenni.

Á fund byggðarráðs koma Hinrik Wöhler, Daniel Annisius og Heiðar Halldórsson frá Húsavíkurstofu.
Byggðarráð þakkar fulltrúum Húsavíkurstofu fyrir komuna og gott samtal um stöðu verslunar og þjónustu á svæðinu. Byggðarráð hefur óskað eftir því að eiga áframhaldandi samtal við fulltrúa Húsavíkurstofu í nóvember.