Fara í efni

Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun og breytingar

Málsnúmer 202010211

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 78. fundur - 09.11.2020

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun og breytingar á starfsreglum leikskóla.
Fjölskylduráð samþykkir að opnunartími Grænuvalla verði frá kl. 07:45-16:15 frá og með 1. janúar 2021. Áfram verða 15 mínúturnar fyrir kl. 08:00 og eftir kl. 16:00 innifaldar í leikskólagjaldi. Stefnt er á að um áramótin 2021-2022 verði 15 mínúturnar gjaldskyldar.

Ráðið felur fræðslufulltrúa að fylgja málinu eftir í samráði við leikskólastjóra Grænuvalla.
Einnig felur ráðið fræðslufulltrúa að uppfæra starfsreglur leikskóla Norðurþings í samráði við leikskólastjórnendur.

Fjölskylduráð - 79. fundur - 23.11.2020

Á 78. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir að opnunartími Grænuvalla verði frá kl. 07:45-16:15 frá og með 1. janúar 2021. Áfram verða 15 mínúturnar fyrir kl. 08:00 og eftir kl. 16:00 innifaldar í leikskólagjaldi. Stefnt er á að um áramótin 2021-2022 verði 15 mínúturnar gjaldskyldar. Ráðið felur fræðslufulltrúa að fylgja málinu eftir í samráði við leikskólastjóra Grænuvalla. Einnig felur ráðið fræðslufulltrúa að uppfæra starfsreglur leikskóla Norðurþings í samráði við leikskólastjórnendur.

Uppfærðar og endurskoðaðar starfsreglur eru lagðar fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar starfsreglur leikskóla Norðurþings og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 108. fundur - 01.12.2020

Á 79. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar starfsreglur leikskóla Norðurþings og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku; Heiðbjört, Hafrún og Hjálmar.

Hafrún leggur fram eftirfarandi bókun;
Ég harma þá ákvörðun sveitarfélagsins að stytta opnunartíma leikskólans. Áframhaldandi opnunartími til 16:30 þarf ekki að leiða til yfirvinnu starfsfólks á leikskólanum eða lengri viðveru barna á leikskólanum. Smá sveigjanleiki er lykilatriði í samspili fjölskyldu- og atvinnulífs til að koma til móts við sem flesta. Mín skoðun er sú að sveitarfélagið sem rekur leikskólann þarf að gera sitt besta til að mæta þörfum barnanna, leikskólans, foreldranna og atvinnulífsins. Það samspil getur verið flókið en mér finnst lágmarkskrafa að hafa leikskólann opinn áfram til 16:30 gegn viðeigandi gjaldi fyrir þá þjónustu og finnst mér það hin ágætasta málamiðlun til að koma til móts við alla hlutaðeigandi aðila.
Hafrún Olgeirsdóttir.

Starfsreglurnar eru samþykktar með atkvæðum Helenu, Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.
Hafrún greiðir atkvæði á móti.
Bergur, Hjálmar og Hrund sitja hjá.